Brúðkaupum fylgir mikill undirbúningur, því er ákaflega þægilegt fyrir verðandi brúðhjón að stofna brúðargjafalista og klára þá hlið undirbúningsins áður en dagskráin þéttist hvað mest á lokametrunum. Brúðhjónin geta komið í verslanir Kúnígúnd eða skoðað allt úrvalið hér á síðunni með góðum fyrirvara, séð hvað stendur þeim til boða og þannig gert sér betur grein fyrir hvað nýtt kæmi sér vel og hvað mætti endurnýja á heimilinu.

Eins hefur það sýnt sig að tilvonandi veislugestum þykir gott að fá ábendingar og hugmyndir um hvað kæmi sér best fyrir viðkomandi brúðhjón. Gjafalistinn er aðgengilegur gestum bæði á vefnum okkar og í verslunum en við sjáum til þess að sama gjöfin sé ekki keypt tvisvar með því að merkja við þegar verslað er af listanum.

Tilvonandi brúðhjón sem stofna brúðargjafalista hjá Kúnígúnd fá gjafabréf að andvirði 15% af því sem verslað er fyrir á listanum.*

Kíktu til okkar og fáðu aðstoð við að stofna lista eða gerðu það hér á vefnum.

 


 

 

 

Til að stofna lista

 

Fyrsta skref er að skrá sig inn hér.

Því næst þarf að stofna gjafalista með því að smella á hlekkinn undir upplýsingunum þínum inni á þínu svæði og fylla út upplýsingar fyrir listann.

Þegar búið er að stofna listann fáið þið hlekk sem hægt er að deila.

Nú er hægt að vafra um síðuna og bæta við því sem ykkur dreymir um að taka með ykkur inn í hjónabandið. Til að bæta vöru á listann þarf að smella á hjartað sem birtist við vörurnar.

Þið getið svo fundið listann ykkar aftur inni á ykkar svæði og séð stöðuna hverju sinni.

 


 

 

 

Aðstoð í verslun

 

Starfsfólkið okkar er öllu vant og getur aðstoðað við stofnun brúðargjafalista eða við að velja rétta brúðargjöf. Við pökkum vörunum inn í fallegar umbúðir og erum með kort til sölu til að auðvelda gestum.

Allar vörur eru merktar Kúnígúnd og því er auðvelt að skipta og breyta eftir á ef þörf krefur.

 


* Úttekt af brúðargjafalista þarf að vera að lágmarki 10.000 kr.