Með sögu sem spannar meira en 100 ár þá stendur Georg Jensen ávalt fyrir hágæða handverki og tímalausri hönnun.

Georg Jensen framleiðir lífsstíls vörur fyrir heimilið en vörumerkið byggir á mörgum góðum gildum eins og t.d. heiðarleika, áreiðanleika.

Georg Arthur Jensen fæddist 31 ágúst 1866-1935, 14 ára gamall byrjar hann sem nemi á gullsmíðaverkstæði, síðan lá leiðinn í Konunglega danska listaháskólann. Hann útskrifaðist 1892. Hugurinn var ávallt við silfursmíðina og opnaði Georg Jensen síðan verkstæði sitt 1904 þá 38 ára í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag heimsþekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir fræga hönnuði eins og Arne Jacobsen og Verner Panton. Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen einnig framleitt jólaóróa á hverju ári og með tímanum hefur óróinn orðið vinsæl söfnunarvara.

 

Raða
Raða